Handbolti

Stórleikur Janusar skaut Álaborg í úrslit | Eltingarleikur Kiel við Flensburg heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með íslenska landsliðinu.
Janus í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Arnór Atlason, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon eru komnir í úrslitin um danska meistaratitilinn eftir sigur á Bjerrginbro-Silkeborg í dag, 34-32.

Álaborg vann fyrsta leik liðanna en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslitarimmuna. Álaborg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13, og vann að lokum með tveimur mörkum.

Janus Daði Smárason skoraði tíu mörk fyrir Álaborg og var markahæstur. Stórleikur hjá honum en hann bætti við tveimur stoðsendingum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Álaborg mætir annað hvort Skjern eða GOG í Íslendingaslag í úrslitarimmunni en Íslendingar leika með bæði Skjern og GOG.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu tuttugu marka sigur, 39-19, á Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kiel er tveimur stigum á eftir toppliði Flensburg er tvær umferðir eru eftir af deildinni. Mikil spenna þar.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergrischer tapaði gegn Die Eulen Ludwigshafen, 23-22, en Bergrischer er í sjöunda sæti þýsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×