Næturþing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:00 Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar