Tengir hverfahluta Breiðholts saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2019 10:00 Aldís og Aðalheiður sýningarstjórar við verkið Sápa # Lavender eftir Arnar Ásgeirsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Brjóstmyndir og höfuð sem gægjast upp úr moldarbeði og sápuskúlptúr með táknum og kynjamyndum eru meðal listaverka sem Breiðholtið skartar í sumar. Sýningin Úthverfi var opnuð þar á dögunum að tilhlutan Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir sýningarstjórar leiða blaðamann og ljósmyndara að nokkrum hinna margvíslegu myndverka og það er sannkölluð skemmtiferð. „Sýningin tengir hverfahluta Breiðholtsins, líka hið náttúrlega og manngerða og á að endurspegla fjölbreytni þess, bæði í umhverfi og mannlífi,“ útskýrir Aldís. Við byrjum inni í Gerðubergi, þar eru ljósmyndir af nokkrum nemendum í Fellaskóla sem Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður fékk til samstarfs. Skilti hennar við Breiðholtslaug vísar á staði sem unglingarnir tengdu sig við með minningum. Halldór Ásgeirsson var líka í samstarfi við börn í Fellaskóla. Á ákveðnum dögum flaggar hann litríkum fánum með myndum eftir þau.Eitt af þremur hjólaverkum Anssi Pulkkinen.Við Suðurhóla 25 verður stór sápa á vegi okkar. Hún er steypt og skreytt af Arnari Ásgeirssyni myndlistarmanni og minnir á rúnastein. „Arnari varð hugsað til fanga í Bandaríkjunum sem tjáðu sig stundum með táknmyndum í sápur,“ lýsir Aðalheiður. Verk Sindra Leifssonar er í fimm hlutum og þræðir sig meðfram göngustíg í skógarjaðrinum milli Vesturhóla og Bakkahverfis. Það er úr ýmsum trjátegundum sem felldar hafa verið við grisjun í borgarlandinu. Inni í trjánum er hólkur með mold og útsæðiskartöflum og ætlast er til að kartöflugrös muni gægjast út úr holum.Eilífðin er í næsta húsi nefnist þetta verk eftir Kathy Clark.Eitt af þremur hjólum Finnans Anssi Pulkkinen er við götuhorn í Neðra-Breiðholti. Hin tvö eru í Seljahverfi. Við nemum næst staðar rétt við Breiðholtsskóla. Þar blasa við höfuðin í moldinni sem eru framlag Kathy Clark. Hún nefnir verk sitt Eilífðin er í næsta húsi, og með áletrunum á brjóstmyndum túlkar hún hugsanir og samkennd nágranna. Síðasti viðkomustaður okkar er í Ystaseli, við Höggmyndagarð Hallsteins. Erum svo heppin að listamaðurinn er úti við að fylgjast með stækkun vinnustofu sinnar. Hann tekur okkur vel. Hallsteinn var einn af stofnendum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og líka einn af frumbyggjum hverfisins.Þessi mynd úr Hallsteinsgarði sýnir myndlist, mannlíf, náttúru og byggingar í Breiðholti.Úthverfi stendur til 25. ágúst. Á morgun, þriðjudaginn 28. maí, verður boðið upp á kvöldgöngu með sýningarstjórum og listamönnum milli nokkurra verka í Efra- og Neðra-Breiðholti. Lagt verður af stað frá Gerðubergi klukkan 19.30 og endað á grænu svæði við Breiðholtsskóla við Arnarbakka. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Brjóstmyndir og höfuð sem gægjast upp úr moldarbeði og sápuskúlptúr með táknum og kynjamyndum eru meðal listaverka sem Breiðholtið skartar í sumar. Sýningin Úthverfi var opnuð þar á dögunum að tilhlutan Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir sýningarstjórar leiða blaðamann og ljósmyndara að nokkrum hinna margvíslegu myndverka og það er sannkölluð skemmtiferð. „Sýningin tengir hverfahluta Breiðholtsins, líka hið náttúrlega og manngerða og á að endurspegla fjölbreytni þess, bæði í umhverfi og mannlífi,“ útskýrir Aldís. Við byrjum inni í Gerðubergi, þar eru ljósmyndir af nokkrum nemendum í Fellaskóla sem Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður fékk til samstarfs. Skilti hennar við Breiðholtslaug vísar á staði sem unglingarnir tengdu sig við með minningum. Halldór Ásgeirsson var líka í samstarfi við börn í Fellaskóla. Á ákveðnum dögum flaggar hann litríkum fánum með myndum eftir þau.Eitt af þremur hjólaverkum Anssi Pulkkinen.Við Suðurhóla 25 verður stór sápa á vegi okkar. Hún er steypt og skreytt af Arnari Ásgeirssyni myndlistarmanni og minnir á rúnastein. „Arnari varð hugsað til fanga í Bandaríkjunum sem tjáðu sig stundum með táknmyndum í sápur,“ lýsir Aðalheiður. Verk Sindra Leifssonar er í fimm hlutum og þræðir sig meðfram göngustíg í skógarjaðrinum milli Vesturhóla og Bakkahverfis. Það er úr ýmsum trjátegundum sem felldar hafa verið við grisjun í borgarlandinu. Inni í trjánum er hólkur með mold og útsæðiskartöflum og ætlast er til að kartöflugrös muni gægjast út úr holum.Eilífðin er í næsta húsi nefnist þetta verk eftir Kathy Clark.Eitt af þremur hjólum Finnans Anssi Pulkkinen er við götuhorn í Neðra-Breiðholti. Hin tvö eru í Seljahverfi. Við nemum næst staðar rétt við Breiðholtsskóla. Þar blasa við höfuðin í moldinni sem eru framlag Kathy Clark. Hún nefnir verk sitt Eilífðin er í næsta húsi, og með áletrunum á brjóstmyndum túlkar hún hugsanir og samkennd nágranna. Síðasti viðkomustaður okkar er í Ystaseli, við Höggmyndagarð Hallsteins. Erum svo heppin að listamaðurinn er úti við að fylgjast með stækkun vinnustofu sinnar. Hann tekur okkur vel. Hallsteinn var einn af stofnendum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og líka einn af frumbyggjum hverfisins.Þessi mynd úr Hallsteinsgarði sýnir myndlist, mannlíf, náttúru og byggingar í Breiðholti.Úthverfi stendur til 25. ágúst. Á morgun, þriðjudaginn 28. maí, verður boðið upp á kvöldgöngu með sýningarstjórum og listamönnum milli nokkurra verka í Efra- og Neðra-Breiðholti. Lagt verður af stað frá Gerðubergi klukkan 19.30 og endað á grænu svæði við Breiðholtsskóla við Arnarbakka.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira