Fótbolti

Stjóri Inter býst við að verða rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Spalletti virðist vita hvað bíður hans.
Spalletti virðist vita hvað bíður hans. vísir/getty
Luciano Spalletti, knattspyrnustjóri Inter, á ekki von á því að vera við stjórnvölinn hjá liðinu á næsta tímabili.

Antonio Conte, fyrrverandi stjóri Juventus og Chelsea, hefur verið sterklega orðaður við Inter og Spalletti býst við að hann taki við af sér.

„Ég veit ekki hvort ég er á förum en það kæmi á óvart ef ég yrði áfram hér,“ sagði Spalletti við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Inter á Empoli í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í gær.

Með sigrinum tryggði Inter sér 4. sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Spalletti kom Inter einnig í Meistaradeildina í fyrra.

„Ég er ánægður með mín störf og ánægður þar sem ég er,“ sagði Spalletti sem stýrði áður liðum á borð við Roma og Zenit í St. Pétursborg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×