Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2019 20:27 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira