Tók til fótanna þegar hún heyrði hvellinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:05 Auður Elín sem er búsett í Malmö brá þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í strætisvagni í hverfinu hennar. Aðsend Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum. Svíþjóð Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum.
Svíþjóð Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira