Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 20:14 Hildur Guðnadóttir tónskáld. ANTJE TAIGA JANDRIG Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem eru á dagskrá Stöðvar 2 þessa dagana. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Hildur lýsti ferlinu í útvarpsþættinum Score fyrr í vikunni. Upptakan á þáttunum sjálfum fór fram í sama verinu, en Hildur fór ásamt Sam Slater, sem framleiddi tónlistina, og Chris Watson, sem tekur upp hljóðið fyrir alla þætti og myndir David Attenborough, í kjarnorkuverið þar sem þau tóku upp margar klukkustundir af hljóðefni sem síðar var nýtt í gerð tónlistarinnar. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. Þau Chris og Sam fóru inn í kjarnorkuverið íklædd öryggisbúningum og hlustuðu á kjarnorkuverið. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“ Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem eru á dagskrá Stöðvar 2 þessa dagana. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. Hildur lýsti ferlinu í útvarpsþættinum Score fyrr í vikunni. Upptakan á þáttunum sjálfum fór fram í sama verinu, en Hildur fór ásamt Sam Slater, sem framleiddi tónlistina, og Chris Watson, sem tekur upp hljóðið fyrir alla þætti og myndir David Attenborough, í kjarnorkuverið þar sem þau tóku upp margar klukkustundir af hljóðefni sem síðar var nýtt í gerð tónlistarinnar. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. Þau Chris og Sam fóru inn í kjarnorkuverið íklædd öryggisbúningum og hlustuðu á kjarnorkuverið. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“
Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15