Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:00 Robert Mueller hefur ekki sagt aukatekið orð opinberlega frá því að hann var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. Vísir/EPA Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag. Það verða fyrstu opinberu ummæli Mueller eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvað Mueller ætli sér að segja. Vaxandi krafa hafi hins vegar verið uppi hjá demókrötum á Bandaríkjaþingi um að Mueller beri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður sínar og ágreining við William Barr, dómsmálaráðherra. Mueller er sagður hafa verið tregur til þess þar sem hann vilji ekki virðast vera pólitískur.Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu Mueller í spilaranum hér fyrir neðan. Hún á að hefjast klukkan 15:00 og búist er við að hún taki um átta mínútur.Skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag en rannsókn hans stóð yfir í hátt í tvö ár. Saksóknarar hans gátu ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í ólöglegu samráði við útsendara rússneskra útsendara þrátt fyrir að í skýrslunni væri lýst fjölda samskipta á milli framboðsins og Rússa. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Dró hann þó upp nokkur atvik sem hægt væri að túlka sem þess lags brot. Áður en skýrslan var gerð opinber greindi Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjaþingi frá meginniðurstöðum Mueller í bréfi. Morguninn áður en skýrslan var gerð opinber hélt hann einnig blaðamannafund þar sem hann ræddi niðurstöðurnar áður en fréttamenn höfðu haft tækifæri til að kynna sér þær. Síðar kom í ljós að Mueller hafði sent Barr bréf þar sem hann setti spurningamerki við framsetningu hans á niðurstöðunum. Taldi hann Barr hafa valdið ruglingi á meðal almennings um niðurstöður rannsóknarinnar. Mueller er ekki sagður ætla að taka við spurningum í dag. Barr ráðherra er staddur í Alaska í vinnuferð. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann tók ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag. Það verða fyrstu opinberu ummæli Mueller eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvað Mueller ætli sér að segja. Vaxandi krafa hafi hins vegar verið uppi hjá demókrötum á Bandaríkjaþingi um að Mueller beri vitni fyrir þingnefnd um niðurstöður sínar og ágreining við William Barr, dómsmálaráðherra. Mueller er sagður hafa verið tregur til þess þar sem hann vilji ekki virðast vera pólitískur.Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu Mueller í spilaranum hér fyrir neðan. Hún á að hefjast klukkan 15:00 og búist er við að hún taki um átta mínútur.Skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag en rannsókn hans stóð yfir í hátt í tvö ár. Saksóknarar hans gátu ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í ólöglegu samráði við útsendara rússneskra útsendara þrátt fyrir að í skýrslunni væri lýst fjölda samskipta á milli framboðsins og Rússa. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Dró hann þó upp nokkur atvik sem hægt væri að túlka sem þess lags brot. Áður en skýrslan var gerð opinber greindi Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjaþingi frá meginniðurstöðum Mueller í bréfi. Morguninn áður en skýrslan var gerð opinber hélt hann einnig blaðamannafund þar sem hann ræddi niðurstöðurnar áður en fréttamenn höfðu haft tækifæri til að kynna sér þær. Síðar kom í ljós að Mueller hafði sent Barr bréf þar sem hann setti spurningamerki við framsetningu hans á niðurstöðunum. Taldi hann Barr hafa valdið ruglingi á meðal almennings um niðurstöður rannsóknarinnar. Mueller er ekki sagður ætla að taka við spurningum í dag. Barr ráðherra er staddur í Alaska í vinnuferð. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann tók ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22