Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 16:00 Ónefndur sjómaður sendi myndband til að sýna hvernig skipverjar hefðu getað brugðist við vandanum. Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42