Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 08:00 Guðný Jenny verður ekkert meira með. vísir/vilhelm Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“ Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira