Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 10. maí 2019 09:15 Sleggjan var komin aftur á sinn stað á seinni sviðsæfingunni í gær. Thomas Hanses Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. Þetta segir Matthías Tryggvi í viðtali við Danska ríkisútvarpið sem tók söngvarann tali á Dan Panorama hótelinu sem íslenski hópurinn gistir á í Tel Aviv. „Okkur finnst að við hefðum getað sagt meira en kannski er það ekki í okkar verkahring? Kannski er það eitthvað fyrir stjórnmálamennina að sjá um en ekki listamennina. Ég velti því sjálfur fyrir mér,“ segir Matthías Tryggvi. „Hins vegar er það augljóslega pólitískt val að halda keppni á borð við þessa í Ísrael. Á sama tíma og þeirri skoðun er haldið á lofti að við listamennirnir megum ekki vera pólitískir í yfirlýsingum okkar og aðgerðum. Í því felst þversögn.“ Hann segir Eurovision keppni í nafni friðar og vináttu. Sem fari ekki vel saman við það að keppnin sé haldið í landi sem sé brennimerkt átökum, deilum og kúgun.Að neðan má sjá svipmyndir frá seinni sviðsæfingu Hatara fyrir undanúrslitin á þriðjudag.Blátt bann við pólitískum boðskap Í reglum keppninnar kemur skýrt fram að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður. Engan pólitískan boðskap megi finna í textum laganna, afhöfnum eða yfirlýsingum auk þess sem ekki má blóta í lögunum. Brjóti maður gegn reglunum er hætta á að vera vísað úr keppni og af þeim sökum velta sumir fyrir sér hvort íslenska liðið verði hreinlega sent heim haldi sveitin uppteknum hætti. Í umfjöllun DR um Hatara er fullyrt að Hatari dansi á línunni hvað þetta varðar. Matthías Tryggvi tekur undir það og sömuleiðis Gísli Marteinn Baldursson, lýsandi keppninnar á RÚV. Þó eru aðrir, þeirra á meðal William Lee Adams. William Lee Adams heldur úti vinsælli bloggsíðu en segja má að mesta umfjöllun um Eurovision á hverju ári fari fram á bloggsíðum einlægra aðdáenda og sérfræðinga um keppnina.William elskar að fá myndir af sér með keppendum og hér bregða Hatarar á leik með honum. You can do it, put your back into it #Hatari #Iceland #Eurovision #DareToDream pic.twitter.com/IWjwnDQEtz— William Lee Adams (@willyleeadams) May 6, 2019 „Hatari dansar ekki bara á línuni varðandi það hvað má í Eurovision. Hatari traðkar á línunni,“ segir Adams. „Sveitin er opinberlega pólitísk. Sveitin tekur sínar persónulegu skoðanir og setja fram með ofsa. Ég held að sveitin hafi gengið of langt,“ segir bloggarinn. Um leið telur hann sveitina líklega til afreka í Tel Aviv.Sjá einnig:„Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt“ Hatari situr enn í áttunda sæti Eurovisionworld sem heldur utan um líkur veðbanka á sigri í keppninni. „EBU (skipuleggjendur Eurovision) stendur fyrir keppni 41 lands og reynir að koma í veg fyrir deilur, sérstaklega nokkrum dögum fyrir fyrri undanúrslitin,“ segir Adams. Hatari verður þrettánda atriði á svið fyrra undanúrslitakvöldið, þriðjudaginn 14. maí. „Ef Hatari ákveður að gera eitthvað pólitískt á sviðinu í beinni útsendingu þá efast ég ekki um að það muni hafa einhverjar afleiðingar, en ég held að sveitin verði þó ekki dæmd úr keppni.“ Áður hefur NRK greint frá því að íslenski hópurinn sé fullmeðvitaður um afleiðingarnar brjóti sveitin reglurnar varðandi pólitískan boðskap.Liðsmenn Hatara halda áfram að vinna í atriði sínu í dag og ætla að rúlla því nokkrum sinnum í gegn með danshöfundinum Lee Proud.Thomas HansesStaðsetja sig á grensunni DR ræðir við Gísla Martein Baldursson, lýsanda keppninnar á RÚV, sem virkar afslappaður varðandi framkomu Hatara. Hann telur þátttöku íslenska liðsins ekki í neinni hættu. „Ég hef engar áhyggjur. Ég tel Hatara spila innan marka reglna keppninnar og trúi að þau séu mjög meðvituð um að þau taka þátt í keppni og þurfi að fylgja reglum hennar.“ Þrátt fyrir sterkar skoðanir og persónulegan áhuga á pólitíkinni þá sé það ekki eitthvað sem fylgi sveitinni á svið. Engin hætta sé á að Hatari brjóti reglurnar þegar á sviðið verði komið. Klemens Hannigan, hinn söngvari Hatara, talar á svipuðum nótum. „Við staðsetjum okkur á grensunni, það er engin vafi á því. En við teljum að allt sem við höfum sagt hafi verið dipló,“ segir Klemens. „Við höfum bara sagt sannleikann, eins og hann blasir við okkur. Við viljum ekki vera fjandsamlegir gegn einhverjum hópi eða þjóð. Við bara lýsum því sem við sjáum. Það er sagt að Eurovision eigi ekki að vera pólitískur vettvangur en það er þversögn í okkar huga því við teljum Eurovision í grundvallaratriðum pólitískan viðburð,“ bætir Matthías Tryggvi við. Eurovision Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Lenti í vandræðum með þvenginn: „Annað eistað hékk úti!“ Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. 9. maí 2019 20:02 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. Þetta segir Matthías Tryggvi í viðtali við Danska ríkisútvarpið sem tók söngvarann tali á Dan Panorama hótelinu sem íslenski hópurinn gistir á í Tel Aviv. „Okkur finnst að við hefðum getað sagt meira en kannski er það ekki í okkar verkahring? Kannski er það eitthvað fyrir stjórnmálamennina að sjá um en ekki listamennina. Ég velti því sjálfur fyrir mér,“ segir Matthías Tryggvi. „Hins vegar er það augljóslega pólitískt val að halda keppni á borð við þessa í Ísrael. Á sama tíma og þeirri skoðun er haldið á lofti að við listamennirnir megum ekki vera pólitískir í yfirlýsingum okkar og aðgerðum. Í því felst þversögn.“ Hann segir Eurovision keppni í nafni friðar og vináttu. Sem fari ekki vel saman við það að keppnin sé haldið í landi sem sé brennimerkt átökum, deilum og kúgun.Að neðan má sjá svipmyndir frá seinni sviðsæfingu Hatara fyrir undanúrslitin á þriðjudag.Blátt bann við pólitískum boðskap Í reglum keppninnar kemur skýrt fram að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður. Engan pólitískan boðskap megi finna í textum laganna, afhöfnum eða yfirlýsingum auk þess sem ekki má blóta í lögunum. Brjóti maður gegn reglunum er hætta á að vera vísað úr keppni og af þeim sökum velta sumir fyrir sér hvort íslenska liðið verði hreinlega sent heim haldi sveitin uppteknum hætti. Í umfjöllun DR um Hatara er fullyrt að Hatari dansi á línunni hvað þetta varðar. Matthías Tryggvi tekur undir það og sömuleiðis Gísli Marteinn Baldursson, lýsandi keppninnar á RÚV. Þó eru aðrir, þeirra á meðal William Lee Adams. William Lee Adams heldur úti vinsælli bloggsíðu en segja má að mesta umfjöllun um Eurovision á hverju ári fari fram á bloggsíðum einlægra aðdáenda og sérfræðinga um keppnina.William elskar að fá myndir af sér með keppendum og hér bregða Hatarar á leik með honum. You can do it, put your back into it #Hatari #Iceland #Eurovision #DareToDream pic.twitter.com/IWjwnDQEtz— William Lee Adams (@willyleeadams) May 6, 2019 „Hatari dansar ekki bara á línuni varðandi það hvað má í Eurovision. Hatari traðkar á línunni,“ segir Adams. „Sveitin er opinberlega pólitísk. Sveitin tekur sínar persónulegu skoðanir og setja fram með ofsa. Ég held að sveitin hafi gengið of langt,“ segir bloggarinn. Um leið telur hann sveitina líklega til afreka í Tel Aviv.Sjá einnig:„Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt“ Hatari situr enn í áttunda sæti Eurovisionworld sem heldur utan um líkur veðbanka á sigri í keppninni. „EBU (skipuleggjendur Eurovision) stendur fyrir keppni 41 lands og reynir að koma í veg fyrir deilur, sérstaklega nokkrum dögum fyrir fyrri undanúrslitin,“ segir Adams. Hatari verður þrettánda atriði á svið fyrra undanúrslitakvöldið, þriðjudaginn 14. maí. „Ef Hatari ákveður að gera eitthvað pólitískt á sviðinu í beinni útsendingu þá efast ég ekki um að það muni hafa einhverjar afleiðingar, en ég held að sveitin verði þó ekki dæmd úr keppni.“ Áður hefur NRK greint frá því að íslenski hópurinn sé fullmeðvitaður um afleiðingarnar brjóti sveitin reglurnar varðandi pólitískan boðskap.Liðsmenn Hatara halda áfram að vinna í atriði sínu í dag og ætla að rúlla því nokkrum sinnum í gegn með danshöfundinum Lee Proud.Thomas HansesStaðsetja sig á grensunni DR ræðir við Gísla Martein Baldursson, lýsanda keppninnar á RÚV, sem virkar afslappaður varðandi framkomu Hatara. Hann telur þátttöku íslenska liðsins ekki í neinni hættu. „Ég hef engar áhyggjur. Ég tel Hatara spila innan marka reglna keppninnar og trúi að þau séu mjög meðvituð um að þau taka þátt í keppni og þurfi að fylgja reglum hennar.“ Þrátt fyrir sterkar skoðanir og persónulegan áhuga á pólitíkinni þá sé það ekki eitthvað sem fylgi sveitinni á svið. Engin hætta sé á að Hatari brjóti reglurnar þegar á sviðið verði komið. Klemens Hannigan, hinn söngvari Hatara, talar á svipuðum nótum. „Við staðsetjum okkur á grensunni, það er engin vafi á því. En við teljum að allt sem við höfum sagt hafi verið dipló,“ segir Klemens. „Við höfum bara sagt sannleikann, eins og hann blasir við okkur. Við viljum ekki vera fjandsamlegir gegn einhverjum hópi eða þjóð. Við bara lýsum því sem við sjáum. Það er sagt að Eurovision eigi ekki að vera pólitískur vettvangur en það er þversögn í okkar huga því við teljum Eurovision í grundvallaratriðum pólitískan viðburð,“ bætir Matthías Tryggvi við.
Eurovision Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Lenti í vandræðum með þvenginn: „Annað eistað hékk úti!“ Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. 9. maí 2019 20:02 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00
Lenti í vandræðum með þvenginn: „Annað eistað hékk úti!“ Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. 9. maí 2019 20:02