Guðmundur Andri furðar sig á ofgnótt umfjöllunar RÚV um Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 09:08 Guðmundur Andri er orðinn þreyttur á endalausri umfjöllun RÚV um Eurovision. Og spyr hvort ekki megi beina fé og atgervi að öðrum og þarfari verkefnum. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað." Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað."
Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira