Óumdeilt að bensínstöðvar séu of margar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 14:16 Skeljungur rekur fjölda bensínstöðva í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“ Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18