Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 15:18 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Frumvarp hennar um fjölmiðla stendur í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15