"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 20:00 Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling. Loftslagsmál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling.
Loftslagsmál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira