Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 19:56 Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45