Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2019 20:12 Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00
Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58