Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2019 22:35 Elon Musk er stofnandi Tesla. Fulltrúar frá fyrirtækinu áttu fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en ákveðið var að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm stöður. Getty/Troy Harvey Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira