Málflutningur ekki uppbyggilegur Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2019 22:46 Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins. Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins.
Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira