Hatari fagnaði tvöföldu afmæli og skellti sér á BDSM-klúbb Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 11. maí 2019 08:00 Matthías Tryggvi Haraldsson var að sjálfsögðu með í för þegar Hatari skellti sér á heimavöll í Tel Aviv, BDSM-klúbb. Thomas Hanses Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið. Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið.
Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00
Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00