Íslenskir hjúkrunarfræðingar í 100 ár á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:16 Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar