Svuntur sem forsetahjónin fengu að gjöf í Reykjanesbæ vekja athygli Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 10:56 Heimsókn forsetahjónanna til Reykjanesbæjar stóð yfir dagana 2. og 3. maí síðastliðinn. Mynd af forsetahjónununum sem fylgir kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Á myndinni má sjá Guðna Th. Jóhannesson haldandi á svuntu með áletruninni „Fyrirmynd okkar allra“, en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stendur „Konan á bak við manninn“. Nokkur umræða hefur skapast um myndina og þá sér í lagi áletrunina í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti, þar sem í eru um níu þúsund manns, sem og víðar. Forsetahjónin fóru tveggja daga opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í byrjun mánaðar og í kveðjunni þakkar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson þeim fyrir komuna fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Reykjanesbæjar.Fengu að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvar Kjartan segir í samtali við Vísi að forsetahjónin hafi fengið svunturnar að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvarinnar í bænum, sem þjónar meðal annars hlutverki verndaðs vinnustaðar. Hann segir að myndin með kveðjunni hafi ekki verið valin vegna orðalagsins á svuntunum. „Það var vegna þess að hún var tekin í Hæfingarstöðinni og við vildum sýna þeim þá virðingu að hafa mynd úr þeirri heimsókn. Ég get alveg fallist á það, svona eftir á að hyggja, að þetta hafi verið óheppilegt og að við hefðum átt að rýna betur í þetta,“ segir Kjartan. Bæjarstjórinn segir að heimsókn forsetahjónanna hafi annars verið frábær. „Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í veðri og þau voru afar ánægð með allt sem þau sáu og heyrðu. Allir hér voru sömuleiðis afar ánægð með að fá þau í heimsókn,“ segir Kjartan Már.Kveðja bæjarstjórans í Víkurfréttum. Forseti Íslands Reykjanesbær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Mynd af forsetahjónununum sem fylgir kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Á myndinni má sjá Guðna Th. Jóhannesson haldandi á svuntu með áletruninni „Fyrirmynd okkar allra“, en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stendur „Konan á bak við manninn“. Nokkur umræða hefur skapast um myndina og þá sér í lagi áletrunina í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti, þar sem í eru um níu þúsund manns, sem og víðar. Forsetahjónin fóru tveggja daga opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í byrjun mánaðar og í kveðjunni þakkar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson þeim fyrir komuna fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Reykjanesbæjar.Fengu að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvar Kjartan segir í samtali við Vísi að forsetahjónin hafi fengið svunturnar að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvarinnar í bænum, sem þjónar meðal annars hlutverki verndaðs vinnustaðar. Hann segir að myndin með kveðjunni hafi ekki verið valin vegna orðalagsins á svuntunum. „Það var vegna þess að hún var tekin í Hæfingarstöðinni og við vildum sýna þeim þá virðingu að hafa mynd úr þeirri heimsókn. Ég get alveg fallist á það, svona eftir á að hyggja, að þetta hafi verið óheppilegt og að við hefðum átt að rýna betur í þetta,“ segir Kjartan. Bæjarstjórinn segir að heimsókn forsetahjónanna hafi annars verið frábær. „Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í veðri og þau voru afar ánægð með allt sem þau sáu og heyrðu. Allir hér voru sömuleiðis afar ánægð með að fá þau í heimsókn,“ segir Kjartan Már.Kveðja bæjarstjórans í Víkurfréttum.
Forseti Íslands Reykjanesbær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira