Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 12:26 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29