Gestir í gylltu búri orðnir steiktir í hausnum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2019 12:00 Karen og Andri standa í ströngu úti í Tel Aviv með íslenska hópnum. Þau sjá um búningana. Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Júrógarðurinn Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Júrógarðurinn Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp