Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.

damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv
— (@donewithfaking) May 9, 2019
„Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni.
„Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“