Nýsköpun í náttúruvernd Hildur Björnsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:00 Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun