Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ari Brynjólfsson og Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. maí 2019 06:00 Mikil fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum Alþingis í gær þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Mikil fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum Alþingis í gær þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Hafði fjöldi kvenna komið þar saman til að sjá málinu siglt í höfn. Lögin taka gildi 1. september næstkomandi, þá munu konur hafa fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. Meirihluti landsmanna styður 22 vikna viðmið á þungunarrofi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is. Alls segjast 50,6 prósent vera hlynnt því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3 prósent eru andvíg og 15,1 prósent hvorki hlynnt né andvígt. Málið var mjög umdeilt þegar frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að um væri að ræða löngu tímabæra breytingu sem snúi að öryggi og frelsi kvenna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kaus gegn lögunum, sagði hann að það ætti enn eftir að velta mörgum steinum. „Mér finnst að við sérhverju álitamáli sem hefur komið upp, sérstaklega varðandi viðmiðunartímann, þá hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. Mér finnst kvenfrelsi skipta gríðarlega miklu máli. En mér finnst kvenfrelsi samt ekki trompa hvert einasta annað álitamál,“ sagði Bjarni. Fleiri Sjálfstæðismenn settu sig upp á móti 22. vikna viðmiðinu þó svo að þeir styddu frumvarpið að öðru leyti. Breytingartillaga Páls Magnússonar um að færa viðmiðunartímann frá 22. viku til 20. viku var felld. Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, fjórir greiddu atkvæði með, tveir sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu ekki atkvæði með frumvarpinu. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði hættu á að hópar mynduðust til að berjast fyrir breytingum lögunum. Var hann einn af nokkrum þingmönnum sem sögðu að þörf væri á frekari umræðu um málið þar sem mörg sjónarmið tækjust á um viðkvæmt málefni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kannaðist ekki við það. Hún hefði lengi tekið þátt í samfélagsumræðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, heimild þeirra til þungunarrofs og mörk lífs og dauða. Greinilegur kynslóðamunur er á afstöðu til málsins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yfirgnæfandi meirihluti yngstu aldurshópanna hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Dæmið snýst svo við þegar litið er til elsta aldurshópsins. Konur eru hlynntari 22 vikna viðmiðinu en karlar. 58 prósent kvenna eru hlynnt, 32 prósent andvíg og ellefu prósent hvorki né. Meðal karla eru 44 prósent hlynnt, 37 prósent andvíg og 20 prósent hvorki né. Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins hlynntari 22 vikna viðmiðinu en íbúar á landsbyggðinni. 57 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlynnt, 30 prósent andvíg og 13 prósent hvorki né. 38 prósent íbúa á landsbyggðinni eru hlynnt viðmiðinu, 43 prósent andvíg og 19 prósent hvorki né. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. – 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku rúmlega 90 prósent afstöðu til spurningarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum Alþingis í gær þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Hafði fjöldi kvenna komið þar saman til að sjá málinu siglt í höfn. Lögin taka gildi 1. september næstkomandi, þá munu konur hafa fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. Meirihluti landsmanna styður 22 vikna viðmið á þungunarrofi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is. Alls segjast 50,6 prósent vera hlynnt því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3 prósent eru andvíg og 15,1 prósent hvorki hlynnt né andvígt. Málið var mjög umdeilt þegar frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að um væri að ræða löngu tímabæra breytingu sem snúi að öryggi og frelsi kvenna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kaus gegn lögunum, sagði hann að það ætti enn eftir að velta mörgum steinum. „Mér finnst að við sérhverju álitamáli sem hefur komið upp, sérstaklega varðandi viðmiðunartímann, þá hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. Mér finnst kvenfrelsi skipta gríðarlega miklu máli. En mér finnst kvenfrelsi samt ekki trompa hvert einasta annað álitamál,“ sagði Bjarni. Fleiri Sjálfstæðismenn settu sig upp á móti 22. vikna viðmiðinu þó svo að þeir styddu frumvarpið að öðru leyti. Breytingartillaga Páls Magnússonar um að færa viðmiðunartímann frá 22. viku til 20. viku var felld. Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, fjórir greiddu atkvæði með, tveir sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu ekki atkvæði með frumvarpinu. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði hættu á að hópar mynduðust til að berjast fyrir breytingum lögunum. Var hann einn af nokkrum þingmönnum sem sögðu að þörf væri á frekari umræðu um málið þar sem mörg sjónarmið tækjust á um viðkvæmt málefni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kannaðist ekki við það. Hún hefði lengi tekið þátt í samfélagsumræðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, heimild þeirra til þungunarrofs og mörk lífs og dauða. Greinilegur kynslóðamunur er á afstöðu til málsins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yfirgnæfandi meirihluti yngstu aldurshópanna hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Dæmið snýst svo við þegar litið er til elsta aldurshópsins. Konur eru hlynntari 22 vikna viðmiðinu en karlar. 58 prósent kvenna eru hlynnt, 32 prósent andvíg og ellefu prósent hvorki né. Meðal karla eru 44 prósent hlynnt, 37 prósent andvíg og 20 prósent hvorki né. Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins hlynntari 22 vikna viðmiðinu en íbúar á landsbyggðinni. 57 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlynnt, 30 prósent andvíg og 13 prósent hvorki né. 38 prósent íbúa á landsbyggðinni eru hlynnt viðmiðinu, 43 prósent andvíg og 19 prósent hvorki né. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. – 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku rúmlega 90 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira