Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 11:30 Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina. Vísir/Kolbeinn Tumi Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Eurovision Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Sjá meira
Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina.
Eurovision Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Sjá meira