Allt það helsta sem þú þarft að vita fyrir undanúrslitakvöldið í Tel Aviv Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 16:00 Matthías Tryggvi Haraldsson er annar söngvara Hatara. Hér er hann á góðri stundu með fjölskyldu sinni í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Sautján þjóðir taka þátt í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra er þrettánda atriði á svið en tíu komast áfram í úrslit. Vegur til jafns atkvæði dómnefnda og símakosning. Keppnin fer nú fram í 64. skiptið og verða kynnarnir fjórir eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag, tvær konur og tveir karlar. Skemmtiatriðin verða úr smiðju heimamanna þar sem bæði Netta Barzilai og Dana International munu troða upp. Netta vann sem kunnugt er keppnina í Lissabon í fyrra með lagi sínu Toy, sem sumir hafa nefnt hænulagið, og mun hún flytja breytta útgáfu af laginu. Dana International varð heimsfræg árið 1998 þegar hún vann keppnina með lagi sínu Viva.Dana ætlar að flytja ábreiðu af laginu Just the way you are sem Bruno Mars hefur gert frægt. Á meðan lagið er flutt stendur til að sína myndir úr svokallaðri kossamyndavél í keppnishöllinni. Mikil spenna er fyrir kvöldinu enda Ísland ekki komist upp úr undanúrslitum undanfarin fjögur ár. Meiri bjartsýni ríkir í ár en undanfarin ár enda hefur atriði Hatara vakið mikið umtal og athygli.Myndbandið við Hatrið mun sigra hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf á YouTube.Röð laganna í kvöld er eftirfarandi: 1. Kýpur - Tamta með lagið Replay 2. Svartfjallaland - D mol með lagið Heaven 3. Finnland - Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away 4. Pólland - Tulia með lagið Fire of Love (Pali się) 5. Slóvenía - Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi 6. Tékkland - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend 7. Ungverjaland - Joci Pápa með lagið Az Én Apám 8. Hvíta-Rússland - ZENA með lagið Like It 9. Serbía - Nevene Božović með lagið Kruna 10. Belgía - Eliot með lagið Wake Up 11. Georgía - Oto Nemsadze með lagið Keep On Going 12. Ástralía - Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity 13. Ísland - Hatari með lagið Hatrið mun sigra 14. Eistland - Victor Crone með lagið Storm 15. Portúgal - Conan Osiris með lagið Telemóveis 16. Grikkland - Katerine Duska með lagið Better Love 17. San Marínó - Serhat með lagið Say Na Na NaÞeir sem eru búsettir í löndunum 17 sem flytja atriði sín í kvöld, til viðbótar við Ísrael, Spán og Frakkland, geta greitt atkvæði í síma í kvöld. Kynnar kvöldsins munu tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir símakosninguna en það verður í framhaldi af því að allar þjóðirnar hafa komið fram. Dómarar hafa þegar greitt atkvæði en þeir fylgdust með dómararennslinu í gærkvöldi. Niðurstaða þeirra verður ekki gerð kunngjör fyrr en í kvöld. Ísrael, Spánn og Frakkland þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en Bretland, Þýskaland og Ítalíu. Lög þeirra verða þó kynnt á undanúrslitakvöldunum. Lög Ísraels, Spánar og Frakklands í kvöld en lög Bretlands, Þýskalands og Ítalíu á fimmtudaginn.Vísir verður með beina textalýsingu frá undanúrslitakvöldinu en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, fylgist grannt með gangi mála. Hann ræddi við Gísla Martein Baldursson, kynni á RÚV, um þau lög sem líklegust eru til að veita Hatara samkeppni í kvöld. Eurovision Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Sautján þjóðir taka þátt í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra er þrettánda atriði á svið en tíu komast áfram í úrslit. Vegur til jafns atkvæði dómnefnda og símakosning. Keppnin fer nú fram í 64. skiptið og verða kynnarnir fjórir eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag, tvær konur og tveir karlar. Skemmtiatriðin verða úr smiðju heimamanna þar sem bæði Netta Barzilai og Dana International munu troða upp. Netta vann sem kunnugt er keppnina í Lissabon í fyrra með lagi sínu Toy, sem sumir hafa nefnt hænulagið, og mun hún flytja breytta útgáfu af laginu. Dana International varð heimsfræg árið 1998 þegar hún vann keppnina með lagi sínu Viva.Dana ætlar að flytja ábreiðu af laginu Just the way you are sem Bruno Mars hefur gert frægt. Á meðan lagið er flutt stendur til að sína myndir úr svokallaðri kossamyndavél í keppnishöllinni. Mikil spenna er fyrir kvöldinu enda Ísland ekki komist upp úr undanúrslitum undanfarin fjögur ár. Meiri bjartsýni ríkir í ár en undanfarin ár enda hefur atriði Hatara vakið mikið umtal og athygli.Myndbandið við Hatrið mun sigra hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf á YouTube.Röð laganna í kvöld er eftirfarandi: 1. Kýpur - Tamta með lagið Replay 2. Svartfjallaland - D mol með lagið Heaven 3. Finnland - Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away 4. Pólland - Tulia með lagið Fire of Love (Pali się) 5. Slóvenía - Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi 6. Tékkland - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend 7. Ungverjaland - Joci Pápa með lagið Az Én Apám 8. Hvíta-Rússland - ZENA með lagið Like It 9. Serbía - Nevene Božović með lagið Kruna 10. Belgía - Eliot með lagið Wake Up 11. Georgía - Oto Nemsadze með lagið Keep On Going 12. Ástralía - Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity 13. Ísland - Hatari með lagið Hatrið mun sigra 14. Eistland - Victor Crone með lagið Storm 15. Portúgal - Conan Osiris með lagið Telemóveis 16. Grikkland - Katerine Duska með lagið Better Love 17. San Marínó - Serhat með lagið Say Na Na NaÞeir sem eru búsettir í löndunum 17 sem flytja atriði sín í kvöld, til viðbótar við Ísrael, Spán og Frakkland, geta greitt atkvæði í síma í kvöld. Kynnar kvöldsins munu tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir símakosninguna en það verður í framhaldi af því að allar þjóðirnar hafa komið fram. Dómarar hafa þegar greitt atkvæði en þeir fylgdust með dómararennslinu í gærkvöldi. Niðurstaða þeirra verður ekki gerð kunngjör fyrr en í kvöld. Ísrael, Spánn og Frakkland þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en Bretland, Þýskaland og Ítalíu. Lög þeirra verða þó kynnt á undanúrslitakvöldunum. Lög Ísraels, Spánar og Frakklands í kvöld en lög Bretlands, Þýskalands og Ítalíu á fimmtudaginn.Vísir verður með beina textalýsingu frá undanúrslitakvöldinu en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, fylgist grannt með gangi mála. Hann ræddi við Gísla Martein Baldursson, kynni á RÚV, um þau lög sem líklegust eru til að veita Hatara samkeppni í kvöld.
Eurovision Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira