Ætla sér að vinna Eurovision en gefa ekki upp hvort það komi óvænt útspil Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2019 19:30 Klemens og Matthías ætla að vinna keppnina í ár. Vísir/sáp „Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni. „Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan. „Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur. Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.Falleg stund þegar foreldrarnir kvöddu börnin á leið sinni í Expo-höllina.„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Foreldrar, makar og aðrir ættingjar voru mættir á svæðið og fylgdu hópnum alla leið inn í rútu. Þeir vilja ekki tjá sig hvort það komi fram óvænt útspil á sviðinu.Matthías með fjölskyldu sinni fyrir brottför.„Við erum ekki tilbúnir til þess að svara því,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við: „Svarið gæti verið túlkað með pólitískum hætti og við getum ekki svarað þessu, þótt spurningin sé góð.“ „Við myndum gjarnan vilja svara þér en okkur finnst þetta of heit spurning,“ segir Klemens. Það er heldur betur komið keppniskap í hópinn og ætla drengirnir sér einfaldlega að vinna Eurovision í ár. „Við ætlum að vinna Eurovision 2019. Slík er áætlunin en við blöndum okkar persónulegum skoðunum ekki inn í málið.“ Eurovision Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni. „Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan. „Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur. Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.Falleg stund þegar foreldrarnir kvöddu börnin á leið sinni í Expo-höllina.„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Foreldrar, makar og aðrir ættingjar voru mættir á svæðið og fylgdu hópnum alla leið inn í rútu. Þeir vilja ekki tjá sig hvort það komi fram óvænt útspil á sviðinu.Matthías með fjölskyldu sinni fyrir brottför.„Við erum ekki tilbúnir til þess að svara því,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við: „Svarið gæti verið túlkað með pólitískum hætti og við getum ekki svarað þessu, þótt spurningin sé góð.“ „Við myndum gjarnan vilja svara þér en okkur finnst þetta of heit spurning,“ segir Klemens. Það er heldur betur komið keppniskap í hópinn og ætla drengirnir sér einfaldlega að vinna Eurovision í ár. „Við ætlum að vinna Eurovision 2019. Slík er áætlunin en við blöndum okkar persónulegum skoðunum ekki inn í málið.“
Eurovision Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira