Fótbolti

Stóru liðin sögð vera spennt fyrir De Rossi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De Rossi í leik með Roma.
De Rossi í leik með Roma. vísir/getty
Þó svo AS Roma hafi ekki not fyrir Daniele de Rossi lengur þá eru Man. City og PSG sögð vera spennt fyrir því að nýta krafta Ítalans.

Þessi ítalski harðjaxl verður 36 ára gamall í sumar og fær ekki nýjan samning hjá Roma. Hann hefur þó hug á því að halda áfram að spila fótbolta.

Man. City og PSG hafa þegar verið orðuð við hann sem og Boca Juniors í Argentínu og bandaríska liðið New York City FC. De Rossi stendur því væntanlega frammi fyrir spennandi möguleikum.

City hefur áður haft augastað á miðjumanninum og PSG sýndi er það fékk Buffon til félagsins að aldur skiptir ekki máli fyrir félagið ef gæðin eru til staðar.

De Rossi er sagður vera sérstaklega spenntur fyrir því að upplifa stemninguna í Argentínu þar sem fyrrum liðsfélagi hans, Nicolas Burdisso, ræður ríkjum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×