Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:15 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira