Kófsveittur í keppnishöllinni eftir að hafa farið á rangan flugvöll í London Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 14:30 Viktor beið eftir Andrean við Dan Panorama-hótelið í nótt. „Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu,“ segir Viktor Stefánsson, kærasti Andreans Sigurgeirssonar, sem dansar á sviðinu með Hatara í Eurovision. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og einnig vakti Andrean sérstaka athygli á appelsínugula dreglinum á sunnudagskvöldið. Andrean starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu tvo mánuði, bæði hjá dansflokknum og með Hatara. Viktor er búsettur í London þar sem hann er í námi og ætti í raun að vera læra undir lokapróf núna.Rétt náði „Ég mætti á Gatwick-flugvöll þegar ég átti að vera á flugvellinum í Luton sem var ekki frábært. Ég náði síðasta fluginu og kom mér þangað. Það var eins og hálfs tíma seinkun á því flugi og það reddaði mér. Ég átti að lenda klukkan 8 um kvöldið en lenti klukkan korter í níu sýningin byrjarði klukkan tíu,“ segir Viktor sem átti þarna eftir að fara í gegnum vegabréfseftirlitið.Þegar Viktor tók á móti sínum manni í gær.„Þetta endaði með því að ég náði, með hjálp fimm aðila úr Hatara, að koma mér inn í höllina og ég settist í sætið mitt þegar að fyrsta lagið hófst. Ég náði allri sýningunni en var alveg kófsveittur,“ segir Viktor. Andrean var sjálfur í stresskasti áður en hann fór á sviðið vegna óvissunnar hvort Viktor myndi ná í tæka tíð. „Ég vildi ekki valda honum vonbrigðum að hafa misst af kvöldinu. Þetta snerist um að ég kom mér alla þessa leið til þess að sjá manninn minn upp á sviði og ég missi af því út af því að ég fór á vitlausan flugvöll. En það reddaðist allt á endanum og varð í rauninni bara betra. Ég var klæddur eins og ég væri á útihátíð, í íþróttafötum, og allir svaka fínir í kringum mig. Ég var bara í Adidas gallanum mínum og mér fannst þetta bara frábært. Ég er að springa úr stolti og þetta atriði er ógeðslega flott,“ segir Viktor á sundlaugabakkanum við Dan Panorama hótelið í Tel Aviv. Hann ætlaði í framhaldinu að taka sér smá pásu til að sóla sig áður en hann ætlaði að glugga örlítið í bækurnar vegna lokaprófsins framundan. Eurovision Tengdar fréttir Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
„Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu,“ segir Viktor Stefánsson, kærasti Andreans Sigurgeirssonar, sem dansar á sviðinu með Hatara í Eurovision. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og einnig vakti Andrean sérstaka athygli á appelsínugula dreglinum á sunnudagskvöldið. Andrean starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu tvo mánuði, bæði hjá dansflokknum og með Hatara. Viktor er búsettur í London þar sem hann er í námi og ætti í raun að vera læra undir lokapróf núna.Rétt náði „Ég mætti á Gatwick-flugvöll þegar ég átti að vera á flugvellinum í Luton sem var ekki frábært. Ég náði síðasta fluginu og kom mér þangað. Það var eins og hálfs tíma seinkun á því flugi og það reddaði mér. Ég átti að lenda klukkan 8 um kvöldið en lenti klukkan korter í níu sýningin byrjarði klukkan tíu,“ segir Viktor sem átti þarna eftir að fara í gegnum vegabréfseftirlitið.Þegar Viktor tók á móti sínum manni í gær.„Þetta endaði með því að ég náði, með hjálp fimm aðila úr Hatara, að koma mér inn í höllina og ég settist í sætið mitt þegar að fyrsta lagið hófst. Ég náði allri sýningunni en var alveg kófsveittur,“ segir Viktor. Andrean var sjálfur í stresskasti áður en hann fór á sviðið vegna óvissunnar hvort Viktor myndi ná í tæka tíð. „Ég vildi ekki valda honum vonbrigðum að hafa misst af kvöldinu. Þetta snerist um að ég kom mér alla þessa leið til þess að sjá manninn minn upp á sviði og ég missi af því út af því að ég fór á vitlausan flugvöll. En það reddaðist allt á endanum og varð í rauninni bara betra. Ég var klæddur eins og ég væri á útihátíð, í íþróttafötum, og allir svaka fínir í kringum mig. Ég var bara í Adidas gallanum mínum og mér fannst þetta bara frábært. Ég er að springa úr stolti og þetta atriði er ógeðslega flott,“ segir Viktor á sundlaugabakkanum við Dan Panorama hótelið í Tel Aviv. Hann ætlaði í framhaldinu að taka sér smá pásu til að sóla sig áður en hann ætlaði að glugga örlítið í bækurnar vegna lokaprófsins framundan.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17
Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00
Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03