Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2019 18:49 Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Getty Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda. Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu. Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga. Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda. Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu. Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga. Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent