Landráðamaður, þjóðernissinni eða hálfviti? Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 16. maí 2019 08:00 Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar