Stærsta partýið í Tel Aviv í garðinum hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 17:45 Hótel íslenska hópsins með Eurovision-merkingu á gaflinum. Þúsundir voru í Eurovision Village á sjöunda tímanum þegar Vísismenn litu við. Vísir/Kolbeinn Tumi Segja má að stærsta partýið í Tel Aviv sé í bakgarði Hatara. Frá tíu á morgnana og langt fram á kvöld. Eurovision Village er afdrep Eurovision aðdáenda og annarra við ströndina í Tel Aviv. Þar kemur fólk saman til að hlusta á tónlist, fá sér að borða, baða sig í sólinni og skemmta sér.Neðst í fréttinni má sjá innlag frá heimsókn í Euro Village.Gestir í garðinum eru í áskrift að sól og blíðu líkt og aðrir sem staddir eru í Tel Aviv.Vísir/Kolbeinn TumiEin umferðargata skilur að Dan Panorama hótelið þar sem Hatari og íslenski hópurinn dvelur og þorpið. Lætin frá þorpinu eru mikil stærstan hluta dagsins enda risastórir hátalarar sem sjá til þess að hljóðið berist sem víðast, hvort sem fólki líkar betur eða verr.Stærsta sviðið í þorpinu.Vísir/Kolbeinn TumiÞorpið er þó alls ekkert þorp að stærð. Það spannar afar stórt svæði og þegar fulltrúar Vísis litu við á sjöunda tímanum að staðartíma voru mörg þúsund manns mætt til að skemmta sér. Þá voru enn þrír til fjórir tímar þar til síðara undanúrslitakvöldið í Eurovision hæfist.Kunnugleg andlit en alls konar listamenn selja varning í garðinum.Vísir/Kolbeinn TumiÍ garðinum er hægt að hlusta á lifandi tónlist á nokkrum sviðum, kaupa sér að því er virðist allan mögulegan mat, njóta áfengra sem óáfengra drykkja og kaupa Eurovision-varning eða aðrar vörur. Þótt margan Eurovision-aðdáandann sé að finna í garðinum þá fjölmenna heimamenn frá Ísrael í garðinn til að skemmta sér.Þessi fjölskylda verður vonandi ekki fyrir vonbrigðum með myndina af sér.Vísir/Kolbeinn TumiHeimamenn sem blaðamenn ræddu við voru allir á einu máli um að þeir kynnu virkilega vel að meta Ísland. Íslenska lagið? Það voru skiptar skoðanir um það og sumir höfðu hreinlega ekki heyrt um Hatara. Vísir tók púlsinn á gestum í þorpinu. Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Segja má að stærsta partýið í Tel Aviv sé í bakgarði Hatara. Frá tíu á morgnana og langt fram á kvöld. Eurovision Village er afdrep Eurovision aðdáenda og annarra við ströndina í Tel Aviv. Þar kemur fólk saman til að hlusta á tónlist, fá sér að borða, baða sig í sólinni og skemmta sér.Neðst í fréttinni má sjá innlag frá heimsókn í Euro Village.Gestir í garðinum eru í áskrift að sól og blíðu líkt og aðrir sem staddir eru í Tel Aviv.Vísir/Kolbeinn TumiEin umferðargata skilur að Dan Panorama hótelið þar sem Hatari og íslenski hópurinn dvelur og þorpið. Lætin frá þorpinu eru mikil stærstan hluta dagsins enda risastórir hátalarar sem sjá til þess að hljóðið berist sem víðast, hvort sem fólki líkar betur eða verr.Stærsta sviðið í þorpinu.Vísir/Kolbeinn TumiÞorpið er þó alls ekkert þorp að stærð. Það spannar afar stórt svæði og þegar fulltrúar Vísis litu við á sjöunda tímanum að staðartíma voru mörg þúsund manns mætt til að skemmta sér. Þá voru enn þrír til fjórir tímar þar til síðara undanúrslitakvöldið í Eurovision hæfist.Kunnugleg andlit en alls konar listamenn selja varning í garðinum.Vísir/Kolbeinn TumiÍ garðinum er hægt að hlusta á lifandi tónlist á nokkrum sviðum, kaupa sér að því er virðist allan mögulegan mat, njóta áfengra sem óáfengra drykkja og kaupa Eurovision-varning eða aðrar vörur. Þótt margan Eurovision-aðdáandann sé að finna í garðinum þá fjölmenna heimamenn frá Ísrael í garðinn til að skemmta sér.Þessi fjölskylda verður vonandi ekki fyrir vonbrigðum með myndina af sér.Vísir/Kolbeinn TumiHeimamenn sem blaðamenn ræddu við voru allir á einu máli um að þeir kynnu virkilega vel að meta Ísland. Íslenska lagið? Það voru skiptar skoðanir um það og sumir höfðu hreinlega ekki heyrt um Hatara. Vísir tók púlsinn á gestum í þorpinu.
Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira