Á móti sól og GRL PWR á Þjóðhátíð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. maí 2019 07:15 Lukku Láki, SpriteZeroKlan, Jói og Króli bregða á leik, en þeir bera merki samtakanna Bleiki fíllinn, sem vinnur forvarnarstarf gegn kynferðisafbrotum á hátíðinni. Mynd/Ketchup Creative Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Cecilie tekur við af Auði Menning Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Cecilie tekur við af Auði Menning Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira