Hóta hefndum vegna Huawei-banns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. maí 2019 07:15 Bandaríkjamenn segja Huawei stunda njósnir en kínverska fyrirtækið segir það alrangt. Nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Kína hótuðu í gær gagnaðgerðum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun á miðvikudag um að bandarískum fyrirtækjum verði bannað að nota fjarskiptabúnað frá fyrirtækjum sem stjórnvöld telja að ógni þjóðaröryggi. Wilbur Ross, ráðherra viðskiptamála, sagði við Bloomberg í gær að sérstök forsetatilskipun um bann við viðskiptum við tæknirisann Huawei tæki gildi í dag. Að því er kom fram í yfirlýsingu frá bandaríska forsetaembættinu er fyrri tilskipunin til þess gerð að „skýla Bandaríkjamönnum fyrir erlendum andstæðingum sem skapa og nýta sífellt oftar öryggisgalla í tækniinnviðum“. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að stjórnvöld í Peking væru andsnúin því að önnur ríki ákvæðu einhliða að beita kínversk fyrirtæki þvingunum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Lu að von væri á gagnaðgerðum. Ekki liggur hins vegar fyrir hverjar þær aðgerðir verða. „Við krefjumst þess að Bandaríkin láti af þessum starfsháttum og beiti sér í staðinn fyrir bættu viðskipta- og samstarfsumhverfi,“ sagði Lu sem sakaði Trump um að sigla undir fölsku flaggi. Hann bæri fyrir sig þjóðaröryggi þegar tilgangurinn með tilskipuninni væri að spilla fyrir kínversku hagkerfi. Bandaríkjastjórn og bandarískar öryggisstofnanir hafa ítrekað haldið því fram að Huawei nýti snjallsíma sína og aðra tækni til njósna fyrir hönd kínverskra yfirvalda. Því hefur fyrirtækið ítrekað neitað. Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis þrýst á bandamenn sína að leyfa Huawei ekki að koma að uppbyggingu 5G-fjarskiptanets. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð og á Íslandi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í febrúar að ásakanir væru alrangar. „Staðreyndin er sú að það hafa engin gögn verið lögð fram sem styðja þessar ásakanir. Við höfum heyrt margbreytilegar staðhæfingar frá Bandaríkjunum og verið sökuð um ýmislegt. En það eru engin sönnunargögn sem liggja fyrir.“ Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu um bandarísku forsetatilskipunina í gær þar sem það endurtók fyrri staðhæfingar um að Bandaríkjamönnum stafaði engin ógn af Huawei. „Takmarkanir á viðskiptum Huawei í Bandaríkjunum munu ekki styrkja Bandaríkin eða auka á öryggi ríkisins. Þess í stað munu takmarkanir sem þessar stuðla að því að Bandaríkin neyðist til þess að skipta við dýrari en jafnframt síður hæfa keppinauta og þannig dragast aftur úr í 5G-væðingunni. Það bitnar á hagsmunum bandarískra fyrirtækja og neytenda.“ Orðspor fárra tæknifyrirtækja hefur beðið jafnmikinn hnekki á undanförnum mánuðum og orðspor Huawei. Ef til vill að Facebook undanskildu. Huawei berst með kjafti og klóm gegn njósnaásökunum og nú síðast á þriðjudag bauð Liang Hua stjórnarformaður að fyrirtækið skrifaði undir bindandi samninga við stjórnvöld á Bretlandi um að engar njósnir yrðu stundaðar þar í landi. Þjóðaröryggisráð Breta samþykkti í apríl að leyfa Huawei að koma að uppbyggingu 5G-fjarskiptanets. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Huawei Kína Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hótuðu í gær gagnaðgerðum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun á miðvikudag um að bandarískum fyrirtækjum verði bannað að nota fjarskiptabúnað frá fyrirtækjum sem stjórnvöld telja að ógni þjóðaröryggi. Wilbur Ross, ráðherra viðskiptamála, sagði við Bloomberg í gær að sérstök forsetatilskipun um bann við viðskiptum við tæknirisann Huawei tæki gildi í dag. Að því er kom fram í yfirlýsingu frá bandaríska forsetaembættinu er fyrri tilskipunin til þess gerð að „skýla Bandaríkjamönnum fyrir erlendum andstæðingum sem skapa og nýta sífellt oftar öryggisgalla í tækniinnviðum“. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að stjórnvöld í Peking væru andsnúin því að önnur ríki ákvæðu einhliða að beita kínversk fyrirtæki þvingunum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Lu að von væri á gagnaðgerðum. Ekki liggur hins vegar fyrir hverjar þær aðgerðir verða. „Við krefjumst þess að Bandaríkin láti af þessum starfsháttum og beiti sér í staðinn fyrir bættu viðskipta- og samstarfsumhverfi,“ sagði Lu sem sakaði Trump um að sigla undir fölsku flaggi. Hann bæri fyrir sig þjóðaröryggi þegar tilgangurinn með tilskipuninni væri að spilla fyrir kínversku hagkerfi. Bandaríkjastjórn og bandarískar öryggisstofnanir hafa ítrekað haldið því fram að Huawei nýti snjallsíma sína og aðra tækni til njósna fyrir hönd kínverskra yfirvalda. Því hefur fyrirtækið ítrekað neitað. Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis þrýst á bandamenn sína að leyfa Huawei ekki að koma að uppbyggingu 5G-fjarskiptanets. Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð og á Íslandi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í febrúar að ásakanir væru alrangar. „Staðreyndin er sú að það hafa engin gögn verið lögð fram sem styðja þessar ásakanir. Við höfum heyrt margbreytilegar staðhæfingar frá Bandaríkjunum og verið sökuð um ýmislegt. En það eru engin sönnunargögn sem liggja fyrir.“ Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu um bandarísku forsetatilskipunina í gær þar sem það endurtók fyrri staðhæfingar um að Bandaríkjamönnum stafaði engin ógn af Huawei. „Takmarkanir á viðskiptum Huawei í Bandaríkjunum munu ekki styrkja Bandaríkin eða auka á öryggi ríkisins. Þess í stað munu takmarkanir sem þessar stuðla að því að Bandaríkin neyðist til þess að skipta við dýrari en jafnframt síður hæfa keppinauta og þannig dragast aftur úr í 5G-væðingunni. Það bitnar á hagsmunum bandarískra fyrirtækja og neytenda.“ Orðspor fárra tæknifyrirtækja hefur beðið jafnmikinn hnekki á undanförnum mánuðum og orðspor Huawei. Ef til vill að Facebook undanskildu. Huawei berst með kjafti og klóm gegn njósnaásökunum og nú síðast á þriðjudag bauð Liang Hua stjórnarformaður að fyrirtækið skrifaði undir bindandi samninga við stjórnvöld á Bretlandi um að engar njósnir yrðu stundaðar þar í landi. Þjóðaröryggisráð Breta samþykkti í apríl að leyfa Huawei að koma að uppbyggingu 5G-fjarskiptanets.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Huawei Kína Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira