Nú fyrir stundu flutti Hatari lagið Hatrið mun sigra á síðustu æfingunni fyrir kvöldið í kvöld.
Æfingin gekk mjög vel og var mikið fagnað í blaðamannahöllinni á meðan atriðinu stóð og einnig þegar lagið var búið.
Enginn tæknilegir örðuleikar og allt gekk smurt fyrir sig. Það má samt sem áður gera ráð fyrir enn meiri krafti í þeim Matthíasi og Klemens. Líklega er örlítið verið að spara röddina fyrir kvöldinu, enda sjá aðeins nokkrir blaðamenn þessa útsendingu.
Á æfingunni í gær komu þeir fram í Hataragallanum en núna í búninginum.
