Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2019 22:30 Sebastian Kurz, kanslari Þýskalands. AP/Michael Gruber Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04