Körfubolti

Golden State einum sigri frá úrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry og Green voru bestu leikmenn Golden State í nótt.
Curry og Green voru bestu leikmenn Golden State í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors er einum sigri frá því að komast í úrslit NBA-deildarinnar fimmta árið í röð eftir að hafa lagt Portland Trail Blazers að velli, 99-110, í nótt.

Golden State er 3-0 yfir í einvígi liðanna og getur tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í fjórða leiknum í Portland aðfaranótt þriðjudags.

Ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka og unnið einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir. Tölfræðin er því ekki með Portland í liði.

Portland byrjaði betur í leiknum í nótt og komst mest 18 stigum yfir í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var 13 stig, 66-53.

Golden State var sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Portland í aðeins 33 stigum.

Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með þrefalda tvennu; 20 stig, 13 fráköst og ellefu stoðsendingar. Curry hefur skorað 30 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Golden State. Andre Igoudala lék ekkert í 4. leikhluta vegna meiðsla en það kom ekki að sök fyrir gestina.

CJ McCollum skoraði 23 stig fyrir Portland og Damian Lillard 19. Sá síðarnefndi hitti aðeins úr fimm af 18 skotum sínum utan af velli. Þá klúðruðu leikmenn Portland 13 vítaskotum í leiknum sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×