Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 11:45 Gjörningur Madonnu vakti athygli. Vísir/Getty Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður. Eurovision Ísrael Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður.
Eurovision Ísrael Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira