Feigðarflan? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2019 07:45 Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar