Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 17:19 Hákon Jóhannesson ræðir hér við Matthías Tryggva Haraldsson, einn meðlima Hatara, í fyrsta þætti Iceland Music News um Eurovision. Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47
María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17