Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2019 11:46 Tjaldsvæðið í Laugardal. Reykjavíkurborg Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira