Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2019 11:46 Tjaldsvæðið í Laugardal. Reykjavíkurborg Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira