Fjármálaráðherra segir kjör öryrkja og eldri borgara taka mið af almennri þróun Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 12:06 Bjarni Benediktsson segir kjör aldraðra fara eftir lögum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira