Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:57 Ágúst Ólafur Ólafsson þingmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“ Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05