Það fór mikið fyrir Íslendingunum þegar Bergischer og Füchse Berlin mættust í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur af mörkum Bergischer sem vann 28-26 sigur á heimavelli sínum. Bjarki Már Elísson var markahæstur í liðii gestanna frá Berlín.
Gestirnir voru með yfirhöndina í upphafi en heimamenn komust yfir þegar líða tók á fyrri hálfleik og var staðan 14-12 þegar gengið var til búningsherbergja.
Bergischer náði mest sjö marka forystu í seinni hálfleik en hleypti gestunum aftur inn í leikinn og lauk leiknum með tveggja marka sigri Bergischer.
Bæði lið sitja þægilega um miðja deild þegar líða fer að lokum deildararinnar.
Arnór hafði betur gegn Bjarka Má
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn