Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Pepsi Max-deild kvenna á sigri, en þær höfðu betur gegn ÍBV í opnunarleik deildarinnar á Hásteinsvelli.
Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta mark deildarinnar á 11. mínútu eftir að boltinn féll fyrir fætur hennar í teignum.
Eyjakonur leituðust eftir því að svara fljótt og áttu nokkur góð færi strax í kjölfar marksins. Það voru hins vegar gestirnir úr Kópavogi sem áttu annað markið, það kom á 28. mínútu þegar Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Bæði lið fengu sín færi í seinni hálfleik en ekki komu fleiri mörk í leikinn, Breiðablik siglir aftur heim með þrjú stig í farangurshólfinu.
Blikar byrjuðu titilvörnina á sigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
